FLUGDÓLGUR MERKTUR FÓÐURBLÖNDUNNI

  Til átaka kom í flugi Úrvals Útsýn til Alicante á Þorláksmessu þegar miðaldra maður, í flíspeysu merktri Fóðurblöndunni, áreitti sessunauta sína í vél Norwegian Air.

  Maðurinn hafði komið léttkenndur um borð skömmu eftir hádegi en hóf strax að panta tvöfaldan gin í tónik á milli þess sem hann fór á salernið og sneri alltaf til baka sigrihrósandi með minnst tvær mini-kóníak sem hann sem hann kastaði upp í loft og greip aftur eins og sirkustrúður.

  Leið nú og beið en maðurinn í Fóðurblöndupeysunni sat við glugga og við hlið hans ungt par sem las í bók og lét lítið fyrir sér fara. Byrjaði maðurinn við gluggann þá að spjalla af ákafa við unga fólkið sem reyndi að láta röflið fram hjá sér fara en þegar sá léttkenndi fór að strjúka ungu stúlkunni var unga manninum nóg boðið.

  Upphófust köll og hróp og flugfarþegi í sætaröð fyrir framan þau greip inn í, hellti sér yfir manninn og kallaði til flugþjóna sem betur fer voru, tveir af fjórum, stæltir karlmenn og rifu flugdólginn upp úr gluggasæti sínu og tókst með erfiðismunum að færa aftast í vélina.

  Var nú kyrrt um stund.

  Kemur þá maðurinn allt í einu þjótandi eftir flugvélarganginum að sínu gamla sæti þar sem unga fólkið sat skelfingu lostið og heimtaði stól sinn aftur:

  “Ég borgaði fyrir þetta sæti og hér ætla ég að sitja.”

  “Teipið mannninn, teipið mannn!” hrópuðu aðrir flugfarþegar og flugþjónarnir tveir beittu  öllu sínu afli til að koma manninum aftur í flugvélarskottið og sást henn ekki meir.

  Ekki sást hann yfirgefa vélina þegar lent var á flugvellinum í Alicante, sem rithöfundurinn Guðbergur Bergsson fékk í arf við andlát sambýlismanns síns, og líklega hefur flugdólgurinn verið sendur aftur heim á aðfangadag – dauðtimbraður í flíspeysu merktri Fóðurblöndunni.

  Merry Christmas? Not!

   

  Auglýsing