FLÓTTI ÚR BREIÐHOLTSLAUG Í SALALAUG

    Seljabúi sendir póst:

    Mikið af fastagestum Breiðholtslaugar sem búsettir eru í Seljahverfi hafa gripið til þess ráðs að flýja sundlaugina og fara frekar í Salalaug í Kópavogi sem er jú ekki langt frá Seljahverfi.

    Málið var kannað og ástæðan er sú að Breiðholtslaug er orðinn ofsetinn og það er orðið nauðsynlegt að byggja aðra sundlaug í hverfinu. Laugin er ofsetinn þar sem World Class er með aðstöðu þar og skáparnir eru flesta dagana allir yfirfullir. Það virðist svo sem að þegar að World Class kom í Breiðholtslaug þá hafi verið bætt við of fáum skápum. Nauðsynlegt er að bæta við fleirum.

    Auglýsing