FLOTTASTA LYFTAN Á ÍSLANDI

    Flottasta lyftan á Íslandi er í nýja (gamla) miðbænum á Selfossi, í Mathöllinni sem er eftirmynd Mjólkurbús Flóamanna 1929. Lyftan er í stíl við allt annað þar inni, rafknúin en innréttuð með viðarpanel eins og áður tíðkaðist í híbýlum. Svona lyftur sjást ekki annars staðar þar sem stál og gler hefur yfirtekið alla lyftuhönnun.

    Nýi miðbærinn á Selfossi er einhver best heppnaða útfærsla á skipulagshugmynd sem fram hefur komið síðan garðyrkjustöðin Eden opnaði í útjaðri Hveragerðis á síðustu öld með suðrænum gróðri, öpum og páfagaukum í búri og dró til sín höfuðborgarbúa í þúsundavís í sunnudagsbíltúrum. Passlega langt, veitingar og skemmtun.

    Sú verður líklega þróunin með nýja miðbæinn á Selfossi – passlega langt, veitingar og skemmtun.

    Auglýsing