FLÆKINGAR Á SUÐURNESJUM

  Bognefur, turtildúfa og gulllóa.
  Þorfinnur ljósmyndari.

  “Gerði ágæta fuglaferð um Suðurnesin í gærmorgun þar sem þrír flækingar, sem halda sig þar um þessar mundir, voru heimsóttir þ.e. bognefur, turtildúfa og gulllóa,” segir Þorfinnur Sigurgeirsson sem smellti af þessum flottu myndum sem hér eru sýnishorn af.

  Bognefur telst til storkættbálksins ciconiiformes en í honum auk bognefsins eru storkar og hegrar. Fuglar þessir eru fremur stórvaxnir og háfættir. Þrátt fyrir háa fætur eru þeir ekki fráir á fæti, ganga hægt um og geta staðið tímunum saman án þess að hreyfa legg eða lið, eins og segir í riti Landverndar um fugla. Fæða þeirra er nær eingöngu úr dýraríkinu og fljúga þeir með hægum en öruggum vængjatökum.

  Turtildúfa er flækingur og hefur sést meðal annars sést  á Húsavík.

  Gulllóa (fræðiheiti: Pluvialis dominica) er meðalstór lóutegund. Hún verpir norðarlega í Norður-Ameríku á sumrin en fer svo til syðsta hluta Suður-Ameríku, Patagóníu á veturna. Aðalfæða eru skordýr og skeldýr. Gullóa svipar til heiðlóu en er minni og er með lengri leggi. Hún er flækingur í Vestur-Evrópu.

  Auglýsing