FJÁRFESTAR Í DULARGERVI

    Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri hugleiðir málin á fimmtudagsmorgni:

    Þegar ég var í Viðskiptadeild HÍ 1972-6 var hugtakið ,,fjárfestir” eingöngu notað um þá sem lögðu þolinmótt fé í atvinnufyrirtæki, þ.e. sköpuðu öðrum atvinnu um leið og þeir leituðust við að efnast. Mikinn kjark og úthald þarf til slíks og þær eru líklega mun fleiri tilraunirnar sem misheppnast.

    ,,Spákaupmenn” og ,,braskarar” voru þeir nefndir sem leituðust við að hagnast á skömmum tíma í skammtímaviðskiptum með markaðsverðmæti. Nú eru þeir farnir að skreyta sig með sæmdarheitinu ,,fjárfestir” þó þeir séu ekki í raun að festa fé sitt og hafi ekki meiri taugar til viðfangsefnisins en gammurinn til hræsins sem hann er að kroppa í.

    Auglýsing