FER INGI TRYGGVA Í 18 DAGA FANGELSI?

    Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar á Norðurlandi vestra fékk 250 þúsund króna sekt frá lögreglu fyrir að brjóta kosningalög með fúski við talningu atkvæða. Í viðtölum við fjölmiðla sagðist Ingi ekki ætla að borga sektina.

    Ingi Tryggva er samt ekkert sloppinn og það ætti hann best að vita, starfandi sem dómari við héraðsdómstól Reykjaness.

    Í almennum hegningarlögum er “gjaldskrá” yfir fangelsisdaga sem menn þurfa að afplána ef þeir borga ekki lögreglusektir.

    Fyrir sekt á bilinu 240-270 þúsund krónur eru það 18 dagar.

    Auglýsing