FÉLL Í HÁLKU MEÐ EGGJABAKKA – ENGAR BÆTUR

    Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

    TM tryggingar hf. og Nesbúegg ehf voru í Héraðsdómi Reykjaness sýknuð að kröfu konu sem vann hjá stefnda, Nesbúeggjum ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd, við að sjóða og brjóta egg og hafði unnið þar í fimm ár fram að slysdegi.

    Þegar hún varð fyrir slysinu rann hún til í hálku utandyra baka til er hún ætlaði að henda rusli í ruslagám. Varð slysið þann 28. janúar 2020 um klukkan 14:30. Samkvæmt gögnum málsins hafði það verið í verkahring stefnanda að fara út með rusl sem varð til eftir daginn, s.s. ónýta eggjabakka o.fl., í lok hvers vinnudags.

    Í gögnum málsins lá fyrir matsgerð Sigurjóns Sigurðssonar læknis vegna læknisfræðilegrar örorku og miska stefnanda þar sem varanleg læknisfræðileg örorka og varanlegur  miski  er metinn […] og  tímabundin læknisfræðileg örorka og tímabundin óvinnufærni frá 28. janúar 2020 til 22. apríl 2021 sé 100%. Er stöðugleikapunktur metinn frá 22. apríl 2021. Eins og atvikum var háttað á slysdegi, auk framburðar stefnanda  sjálfrar, telur dómurinn að slysið verði ekki rakið til annars en gáleysis stefnanda.”

    Auglýsing