FÉKK RANGA MYND Á AFMÆLISKÖKUNA

    Siobhan heitir kona í Englandi sem pantaði afmælisköku handa sjálfri sér hjá bakaranum og vildi hafa mynd af söngkonunni Mariah Carrey á henni. Þegar kakan kom sá Siobhan sér til mikillar furðu að á kökunni var mynd af franska eðlisfræðingnum Marie Curie sem hún þekkti reyndar ekki.

    Carey og Curie

    Marie Curie (1867-1934) var frumkvöðull í geislarannsóknum, uppgötvaði frumefnin RadiumPolonium og lagði þar með grunninn að röntgen. Hún var fyrst kvenna til að fá Nóbelsverðlaunin og fékk þau reyndar tvisvar, bæði í eðlis – og efnafræði.

    Auglýsing