SAGT ER…

…að Katrín Haraldsdóttir sem stundar nám við Landbúnaðarháskólann og vinnur í sjoppu nú í sumar hafi óvænt fengið beikonbát í hausinn:

“Það kom maður í sjoppuna rétt í þessu og vildi beikonbát með hamborgarasósu, hann borgar og ég geri bátinn og læt hann svo hafa bátinn. Fimm mínútum síðar kemur hann strunsandi aftur og kastar bátnum í mig og öskrar:

Það hefur alltaf verið sinnepssósa á beikonbátnum, þetta er svo ógeðslegt að ég ætla aldrei að koma aftur!”

Svo strunsaði hann sótillur út en Katrín lét ekki slá sig út af laginu:

“Ummmmmmm afsakið en ókei, ég hlakka til að sjá þig aldrei aftur sérstaklega þar sem ég er með sósu á bílnum mínum og beikon í hárinu núna.”

Auglýsing