FEGURÐIN Á HRAÐBRAUTINNI

    Það er ekki alltaf fallegt á Sæbrautinni en í ljósaskiptunum í fyrradag skein sólin svo blítt á Esjurætur að undrun vakti hjá bílstjórum sem æddu um á ofsahraða á gráu malbikinu. Svo var eins og slokknaði á sólinni á Kjalarnesi og allt varð eins og áður á Sæbrautinni.

    Eða eins og Megas orti:

    Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg 
    og Akrafjallið geðbilað  sjá

    Auglýsing