Steinþór Helgi Arnsteinsson, þekktur úr spurningakeppnum og skemmtanabransanum, og félagi hans, Ásgeir Guðmundsson, renna hýru auga til gamla hússins á Laugavegi 4 í nafni fyrirtækis þeirra, Faxaflói ehf. Þeir hafa sent fyrirspurn til borgaryfirvalda í Reykjavík:
–
“14.21 Laugavegur 4, (fsp) smávöruverslun og veitingastaður. Lögð fram fyrirspurn Faxaflóa ehf. dags. 17. nóvember 2021 um rekstur smávöruverslunar á 1. hæð hússins á lóð nr. 4 við Laugaveg og veitingastaðar með áfengisleyfi á 2. og 3. hæð hússins. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2021.”