FANN ÁRITAÐA BÓK EFTIR TÓMAS GUÐMUNDSSON – KÚL?

    Fríða og áritun Tómasar á bók no. 342.

    “Ég fann þessa bók. Þekkið þið hana? Hafiði séð þetta til sölu einhvers staðar? Er þetta einhvers virði eða bara mjög kúl?” spyr Fríða Þorkelsdóttir listakona en um er að ræða ljóðabók eftir Tómas Guðmundsson, gefin út í 1.000 eintökum með eiginhandaráritun skáldsins. Bókin sem Fríða fann var númer 342.

    Tómas Guðmundsson (1901-1983) var lögfræðingur og ljóðskáld, líklega það vinsælasta síðan Jónas Hallgrímsson var og hét. Hann orti mest í anda nýrómantíkur og er eitt af stórskáldum Íslands á 20. öld. Tómas var aðeins 24 ára þegar fyrsta bók hans kom út og þótti þá þegar eitt fremsta skáld Íslendinga. Átta árum síðar þegar Fagra veröld kom út og seldist samstundis upp var ljóst að orðstír Tómasar var gulltryggður og mörg ljóða hans á hvers manns vörum. Hann hefur oft verið kallaður Reykjavíkurskáldið og árið 1994 hóf Reykjavíkurborg að veita Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í minningu skáldsins.

     

    Auglýsing