FALLEG BÖRN Í KAMP KNOX

    “Hér er ljósmynd af fallegum börnum í Kamp Knox á sjöunda áratugnum,” segir listaljósmyndarinn og saxófónleikarin Rúnar Gunnarsson og það stendur mikið til:

    Rúnar með myndavélina á yngri árum.

    “Mannlíf í 60 ár, vinnuheiti, hefur fengið styrk úr Bókmenntasjóði. Bókin verður 272 blaðsíður, gamlar og nýjar ljósmyndir, sögur og minningar sem fanga andblæ liðins tíma. Ívar Gissurarson hjá Nýhöfn gefur bókina út. Þá er fyrirhuguð sýning á verkum mínum í Þjóðminjasafninu í mars á næsta ári. Sýningarstjóri verður Bryndís Erla Hjálmarsdóttir.”

    Auglýsing