EYRNAMERGUR STÍFLAR AIRPODS

    María og tækin.

    “Ég keypi mér Apple Airpods í Elko fyrir nokkrum mánuðum. Annað þeirra bilar með þeim hætti að það heyrist lágt í því,” segir María Helgadóttir og þá byrjar ballið:

    “Ég fer með þau í Elko og læt athuga þau. Þá kemur í ljós að þetta er eyrnamergur, sem við erum öll með og ég ekki síður en aðrir, sem veldur þessu. Allt í lagi nema að það kostar 8.600 krónur (þau kostuðu rúmar 20 þúsund ný) að láta þrífa þau. Ég sem sagt þarf að fara á nokkurra mánaða fresti til að láta þrífa þau. Ég sagðist ekki vilja að þau myndu gera það en þá þarf ég að borga 4.300 krónur í skoðunargjald. Ég verð að segja að mér finnst þetta vera komið út í rugl og ekkert annað.”

    Auglýsing