ETTA JAMES

Etta James? Segir nafnið ykkur eitthvað? Hún er afmælisbarn dagsins.

Víðfræg bandarísk söngkona (1938-2012) sem var jafnvíg á rokk, blús og popp, hóf ferilinn um miðja síðustu öld en lenti í alls kyns óværu eins og heróínfíkn en átti glæsilega endurkomu 1980 með plötunni Seven Year Itch.

Meðal helstu smella hennar má nefna The Wallflower, At Last, Tell Mama, Something’s Got a Hold on Me og  I’d Rather Go Blind.

Christina Aguilera flutti minningarorð og söng í útför hennar.

Auglýsing