ERNA VILL METAN – HVAÐ ER FÓLK EIGINLEGA AÐ HUGSA?

"Tekur engan tíma að dæla á bílinn og skilur ekki eftir sig eitraðar rafhlöður í umhverfinu."

“Ég er hissa á að þegar talað er um orkuskipti er eingöngu talað um rafmagn og raforkuskortinn sem hamlar orkuskiptunum,” segir Erna Indriðadóttir, lengi fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og stofnaði síðar vefmiðilinn Lifðu núna:

“Hvað með metanið sem við eigum nóg af og höfum meira að segja reist heila stöð (GAJU) til að búa það til? Það er að mínu mati frábær lausn að nota gas, sem fer út í andrúmsloftið hvort eð er, sem er einfalt í notkun og yrði auðveldara með fleiri orkustöðvum um landið. Tekur engan tíma að dæla á bílinn og skilur ekki eftir sig eitraðar rafhlöður í umhverfinu. Hvað er fólk eiginlega að hugsa?”

Auglýsing