ERFITT AÐ VERA FEIT

  Hildur mátti ekki fara í ísskápinn..."ef ég yrði "feit" þá myndi ég deyja."

  “Það að vera feit getur verið ótrúlega erfitt. Það er það allavega fyrir mig. Í það fyrsta hefur samfélagið aldrei verið accepting á minn líkama og það eru merki um það allstaðar,” segir Hildur Rún Helgudóttir líffræðingur sem stundar nám í líf-og læknavísindum í Háskóla Íslands.

  “Síðan veldur það oft einelti og ég þurfti að þola mikið af grófu einelti alla mína    grunnskólagöngu. Fyrir flesta væri það nægilega erfitt en fyrir mig var það oft skárra en andlega ofbeldið sem ég þurfti að þola heima. Það var einna verst og snérist um það að ég mætti ekki borða á kvöldin því ég væri að verða svo feit og ef ég yrði “feit” þá myndi ég deyja. “Það er ógeðslegt að vera feitur og það mun enginn elska þig ef þú ert það.”

  Ég kom heim af handboltaæfingu 14 ára gömul þreytt og svöng en nei þá hljóp hann til og blokkaði eldhúsið og sagði ég mætti ekki fara inn og borða. Það að opna herbergishurðina mína á kvöldin vakti hann oft þannig hann hljóp niður og passaði að ég færi ekki inní eldhús. Ég kom heim og beið eftir að hann sofnaði til að læðast inní eldhús til að fá mér að borða. Og oft vaknaði hann og sá mig og ég fékk að heyra allt ógeðið.

  Ég fór stundum inní herbergi og skar mig því ég hélt að líkamlegi sársaukinn væri skárri og meira relief en andlegi. Ég fór að fela hvað og hvenær ég borðaði. Sem þróaðist út í átröskun.”
  Auglýsing