ENN EITT KLÚÐUR Í UPPSIGLINGU

    Byrjað er að  lagfæra húsnæði Reykjavíkurborgar á Hesthálsi sem hýsa mun aðalstarfsemi Strætó í framtíðinni. Samkvæmt mati Verkfræðistofunnar Mannvits þá er áætlaður kostnaður við flutning og endurbætur á húsnæðinu á bilinu 100-170 milljónir.

    Kunnugir sem þekkja til á Hesthálsi segja að þessi upphæð sé eins og dropi í hafið. Húsnæðið þarfnist allt lagfæringar bæði að innan og utan og kæmi ekki á óvart að kostnaðurinn færi í 3-400 milljónir.

    Leigan á húsnæðinu verður 5,7 milljónir á mánuði fyrstu 6 mánuðina, 6,1 milljón næstu tólf mánuði og eftir það 7 milljónir á mánuði. Strætó hefur haft húsnæðið á leigu en hefur borgað sama sem enga leigu. Það selur húsnæði sitt á Þönglabakka á 100 milljónir en  er að borga í leigu 100 milljónir á einu og hálfu ári.

    Auglýsing