ENGINN Í SORPU Á ÚTBORGUNARDEGI

  Sorpa 1. september.

  Tilgáta frá tilgátusmið:

  Endurvinnslustöð Sorpu á Granda er óvenju róleg þessa fyrstu tvo daga mánaðarins. Fáir að henda.
  Tilgáta mín er sú að í byrjun mánaðarins sé fólk bara svo upptekið að kaupa eitthvað dót sem það hendir svo í lok mánaðarins í Sorpu. Ef ekki í lok þessa mánaðar, þá einhvers annars.
  Verslun er jú alltaf með mesta móti í byrjun mánaðar, umferðarteppur og kortin straujuð glóðvolg. Stór hluti af þessum innkaupum endar svo í Sorpu, það er jú eina skýringin á því hvers vegna stundum eru svona hroðalega margir að losa sig við drasl.
  Nema auðvitað í byrjun mánaðarins.
  Auglýsing