ENGIN FLÓTTALEIÐ ÚR BORGINNI

  Hver er afkastagetan heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Það er merkilegt að fylgjast með yfirlýsingum Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Einn daginn segir hún að það sé firra að leggja braut yfir Sundin blá og næsta dag segir hún að Borgin standi ekki í vegi fyrir þeirri framkvæmd. Þar sem Borgarstjórn hefur ekkert gert til að fá þessa framkvæmd verður að telja þessi sinnaskipti blekkingar.

  Sigurborg og Steini

  Hún og maðurinn hennar eru öfgamenn gegn einkabílnum. Meirihlutinn í Borginni hefur valið hana sem talsmann í hennar málaflokki og verður því að telja þessa öfgastefnu stefnu Borgarstjórnar.

  Vegir í gegnum Borgin og út úr henni verða flóttaleiðir ef náttúruhamfarir krefjast þess. Sundabrautin er talin algjörlega nauðsynleg ekki aðeins sem samgöngubót, heldur sem flóttaleið. Það verður að leggja hana þannig að hún nýtist sem flestum þannig að menn þurfi ekki að stóla á leiðirnar inn í miðri Borg.

  Þá er það raforkukerfið. Stefnt er að því að rafvæða allar samgöngur. Raforkukerfi eru viðkvæm fyrir náttúruhamförum. Hefur Bogin hugsað fyrir því

  Í stað þess að velja talsmann sem er blind á allt vegna haturs á bílum ætti Borgarstjórn að skoða málin í víðara samhengi. Teymi sérfræðinga þarf að meta hugsanleg hættu af eldgosum og jarðhræringum fyrir Borgarbúa og gera áætlanir sínar út frá niðurstöðu þeirra. Oft þarf að hanna mannvirki þannig að þau ráði ekki við hamfarir sem verða einu sinni á öld eða sjaldnar. Það getur átt við leiðslur sem taka við vatni en ekki þau mannvirki sem nauðsynleg eru til að bjarga mannslífum. Sundabraut er fyrir komandi kynslóðir sem hugsanlega verða ekki til ef flóttaleiðir eru ekki til staðar.

  Auglýsing