ENDURNAR Í YFIRVOFANDI ANDNAUÐ Á TJÖRNINNI

    Fuglafræðingarnir hafa vaktað Tjörnina: "Vatnsbúskapur Tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar."

    Fuglafræðingarnir Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson hafa sent frá sér skýrslu um fuglalífið á Reykjavíkurtjörn – og því er að hnigna:

    “Fuglafána Tjarnarinnar hefur verið vöktuð meira og minna samfellt frá 1973. Fimm andategundir hafa verið árvissir varpfuglar á þessu tímabili: stokkönd, gargönd, duggönd, skúfönd og æður. Urtönd, nýr varpfugl, bættist við 2015 og toppönd og rauðhöfði eru óreglulegir varpfuglar. Tvær rauðhöfðakollur komu upp ungum í sumar. Varpstofnum gargandar og duggandar hefur hnignað verulega og æðurin er horfin. Stokkönd hefur einnig fækkað verulega frá 2007og skúfandastofninn gefið eftir.

    Langvarandi viðkomubrestur stendur andastofnunum fyrir þrifum og það hnignunarskeið sem nú stendur yfir hefur varað í meir en15 ár.

    Þrjár meginskýringareru á lélegri afkomu andarunga:

    (1) fæðuskortur; (2) afrán; og (3) hnignun búsvæða.Vatnsbúskapur Tjarnarinnar gæti verið í hættu vegna mikilla framkvæmda víða í Vatnsmýri eða í jaðri hennar. Bæði eru framkvæmdir í Hlíðarenda og svo stendur til að byggja við sunnanverðan Flugvöllinn. Þessar framkvæmdir gætu haft áhrif á vatnsbúskapinn og þarf að vakta hann gjörla og bregðast við, stefni í óefni.”

    Auglýsing