ENDURHEIMT FRELSI Á HÁLENDINU

  Steinipíp í ljósmyndaferð heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Fyrir mig og allan þann fjölda sem upplifði aðferðir VG við ólýðræðislegar aðferðir við friðunartilburði má skynja mikinn létti hjá aðdáendum hálendisins sem kjósa að fá að ferðast um hálendið njóta víðernisins frjáls og án geðþótta afskipta landvarða.

  Steini skoðar myndavélina.

  Sjálfstæðis og Framsóknar flokkar fara væntanlega í hófstilltar friðunarumleitanir í samráði við fólkið sem býr í landinu. Friða þarf náttúruperlur á þeim svæðum sem þær eru staðsettar. Byggja upp aðstöðu fyrir fólk til að komast um, skoða og njóta. Halda þarf öllu vegslóðum opnum sem eru búnir að vera þarna í áratugi.

  Þessi niðurstaða kosninganna tryggir að ég geti ferðast um hálendið og skoðað fegurðina á lokahluta ævi minnar.

  Auglýsing