ELSKENDURNIR 2021

“Mér er ástin hugleikin,” segir Daníel Magnússon listamaður og sýnir verk.

“Ekki vegna þess að ég hafi fengið að vaska upp í munnholi út í bæ … alls ekki. Mér er ástin hugleikin vegna þess hversu erfitt reynist að vekja hana í list nema sem hreint kitch. Ég veit að margir verða mér ósammála um þessi atriði, sérstaklega þeir sem aldrei hafa reynt að fanga hana í verki. Ég söng hása ástarsaungva engum til gleði né örfunar, flestir þessir saungvar gátu leitt mann í sleik eða franskar á bsí. Það var ekki ást sem á endanum varð kveikjan að þessu verki heldur hitt að heimurinn er ástlaus. Ég er maður sem hef þurft að þola að vera sagt upp af konu sem boraði í nefið á meðan, þetta var í ganginum á Hótel Borg 1979. Jón Páll henti mér út í flauel sjakkafötum. Þetta fína verk er um síðustu ástina en ekki þá fyrstu skiljiði mig feitabollur? Þetta verk er um síðustu elskendurna þá sem hanga saman fyrir ástina. Þau fara í sleik við öll tækifæri og börnin eru hætt að heimsækja þau … tvö ein með ástinni.”

Auglýsing