ELON MUSK TEYGIR SIG TIL ÍSLANDS

    Hinn umdeildi, áhrifamikli og stórhuga frumkvöðull Elon Musk stofnaði Starlink fyrirtækið í janúar 2015. Markmið Starlink er að bjóða upp á há-hraða nettengingu á allri jörðinni með fjölda gervitungla.

    Í september 2022, var búið að setja 3.000 fjöldaframleidd Starlink gervitungl á lága sporbraut umhverfis jörðu, en þau eru í sambandi við sérhönnuð móttökutæki á jörðu niðri. Markmiðið er að í árslok 2023 verði farsímasambandi komið á umhverfis hnöttinn með 12.000 gervitunglum í heild.

    Nú hefur sá áfangi náðst að Starlink býður upp á tengingu á fjölmennum svæðum á norðurhveli jarðar, t.d. í Kanada, Alaska og Skandinavíu.

    Skammt mun vera í að boðið verði upp á þjónustu Starlink á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

    Auglýsing