ELMAR FRAMLENGIR – AFTURELDING FAGNAR

Vonarstjarnan í Mosó - Elmar Kári.

Elmar Kári Enesson Cogic hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára eða út keppnistímabilið 2024. Elmar Kári er 19 ára kant og miðjumaður sem þreytti frumraun sína með meistaraflokki í fyrra eftir að hafa leikið í yngri flokkum Aftureldingar. Í sumar skoraði Elmar fjögur mörk í átján leikjum samanlagt í Lengjudeildinni og Mjólkurbikarnum. Afturelding fagnar því að Elmar verði áfram í Mosfellsbænum næstu árin og spennandi verður að fylgjast með honum taka áframhaldandi framförum.

Auglýsing