Þórunn Sigurðardóttir menningarstjóri og fyrrum stjórnarformaður Hörpu tilkynnti í dag á samfélagsmiðlum að hún væri hætt að borða eldislax enda staðið styr um. Tóku margir undir.
En svo fékk Þórunn bakþanka og spurði: Hvað er í sushi?
Svarið lét ekki á sér standa og kom frá Bergsteini Sigurðssyni Kastljósstjörnu Ríkissjónvarpsins:
“Eldislax. Eldislax er meira að segja ástæðan fyrir því að lax er notaður í sushi yfir höfuð. Japönum fannst tilhugsunin hráan lax álíka ógeðsleg og okkur finnst hrátt svínakjöt. Norskir eldislaxræktendur stóðu í áralangri markaðsherferð í Japan til að breyta því og höfðu betur.”
Auglýsing