ELÍTA Á VILLIGÖTUM MEÐ FÁLKAORÐU

  Fáninn okkar heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Það er ekki því að dreifa að ég sé að setja út á orðuveitingar forsetans á 17. júní í ár. Samt finnst mér eins og þeir sem hana hljóta þurfi helst að vera opinberir starfsmenn.

  Fyrsta grein í lögum um Fálkaorðu hljóðar svona:

  1. gr. Orðunni má sæma innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.

  Steini pípari.

  Svo virðist vera  að sæma megi  einstaka þjóðfélagshópa. Var því til að dreifa í þessu tilfelli? Hvar var fulltrúi þeirra aðila sem staðið hafa dag og nótt við að halda heilbrigðiskerfinu gangandi undanfarin tvö ár.  Síðustu tvö ár þjóðarinnar hafa verið mjög sérstök og einstaklega erfið fyrir þjóðina. Þar komu ekki bara læknar og hjúkrunarfólk við sögu heldur líka forritarar, sjúkraflutningafólk, ræstifólk, iðnaðarmenn svo má lengi telja. Ætlar forsetinn að svara fyri þessi mistök sem þarna voru gerð?

  Er elítan í landinu orðin svo firrt að hún sér ekki orðið út fyrir rammann?

   

  Auglýsing