Skrifstofu borgarstjórnar hefur borist tilkynning frá borgarstjórnarflokki Pírata, dags. 4.
september 2023, um að Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi, hafi verið tilnefnd
formaður borgarstjórnarflokksins í samræmi við ákvæði 3. mgr. 2. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Tilkynnist það forsætisnefnd hér með.