ELDRI BORGARI LEMUR YNGRI BORGARA Í LAUGINNI

  Grafarvogsbúi skrifar:

  Nú þegar að skólasundi í Grafarvogslaug er lokið þetta vorið er rétt að minna fólk á að það er gott að hagræða tíma sínum öðruvísi en að mæta í sund þegar að fullt er af börnum og unglingum í skólasundi.

  Allt of oft kom það fyrir að eldri menn komu í sund þegar að skólasundið stóð yfir að þeir voru að sussa eða gala á börnin ef það var hávaði. Þeir görguðu stundum svo hátt að börnin urðu hrædd og einnig kom fyrir slys sem að lögreglan rannsakar þar sem barn var lamið af eldri manni.

  Það er nefnilega hægt að hagræða tímanum sínum öðruvísi þegar að menn hafa ekkert að gera og komnir á eftirlaun. Ekki garga á börnin.

  Minni á að eftir 14.00 á daginn þá er megnið af skólasundinum búið. Fólk takið þetta til skoðunar þegar ákveðið er að fara í sund þegar skólasundi er í gangi. Börn geta verið hávaðasöm. Það er bara í eðlinu.

  Auglýsing