“Ég vil gjarnan og helst ferðast með strætó, en ég er umhverfisveik og verð veik af mengun og óheilnæmum loftgæðum,” segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir:
“Í lengri ferðum í strætó finn ég mikil einkenni, og loftgæðin eins og á morgni sem þessum (rigning og kalt) eru afar slæm (sambland af útblæstri strætó, greinilega hræðilega illa hreinsaðri síu fyrir miðstöðina, alls konar ilmgjöfum og ilmvötnum og öðrum kemískum efnum). Nú væri þetta vel leysanlegt með einum opnanlegum glugga, þar sem fólk með umhverfisóþol eða næmni (um 20% fjölda fólks skv WHO) getur setið við þann glugga. Eða að gluggarnir í loftinu séu alltaf opnir? En það eru engir gluggar opnanlegir í strætó. Hvers vegna? Alls staðar erlendis eru gluggar opnanlegir – amk þar sem ég hef búið (td UK, Spánn, Brussel). Mig langar gjarnan að taka strætó á Íslandi ennþá.”