“Rúmlega fimm í morgun leit ég út á svalir og sá að yfirbreiðslan á útigrillinu var horfin og það í annað skiptið á þessum vindasama vetri,” segir Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður sem greip til sinna ráða:
“Ég dreif mig í spjarir og út (A). Hefði ég litið til hægri hefði ég sparað mér hálftíma leit, en ég fór eftir punktalínunni og skimaði vel í kringum mig. Þegar ég var að koma að B sá ég eitthvað sem líktist og reyndist vera yfirbreiðslan hún hafði fokið yfir húsið eins og örin sýnir. Nú verður hún rígbundin og grillið fer niður í geymslu næsta vetur … en ekki gefast upp …. þessi hálftími sparaði mér tíu þúsund kall en ég græddi líka ágætis morgungöngu og naut svo góðs morgunverðar með grænu tei og Manhattan beyglu með skinku og osti eins og í New York 2008.”