EKKERT SALERNI Í 200 KÍLÓMETRA

    Leiðin yfir Möðrudalsöræfin er löng ef fólk er í spreng.

    “Engin salerni á milli Mývatns og Egilsstaða (rúmir 200 kílómetrar). Þetta var hræðilegt ferðalag fyrir manneskju með OABf (ovirk þvagblaðra og ég þarf aðgang að klósetti 24/7).

    “Endaði á að horgrenja úr verkjum og neyddist til að pissa út í móa. Hvernig fer fólk bara að?” segir og spyr Ragga frá Dalvík.

    Rétt er að benda á að ágæt salernisaðstaða og þjónusta er í Möðrudal á Fjöllum en það er smákrókur út frá þjóðvegi 1.

    Auglýsing