EINSTÖK Í GÖMLU ASÍU

Asía á meðan hún var og hét. Nú verður þar "Einstök".

Til stendur að opna einstakan bar á Laugavegi 10 þar sem veitingastaðurinn Asía var lengst af til húsa og síðar Joe & The Juice um skeið. Það eru bjórframleiðendurnir í “Einstök” sem ætla að opna með sinn eigin bjór í öllum stærðum og gerðum. Velþekkt fyrirbæri erlendis frá. Húsið er enn í eigu fjölskyldunnar sem upphaflega stofnaði Asíu og rak í 27 ár.

Auglýsing