EINA HJÚKKAN SEM FÆR EKKI SPRAUTU

Elísabet við bílinn sinn.

“Ég elska fjölskyldu mína og allt en viðurkenni alveg að það er smá fúlt að ég sé eini hjúkrunarfræðingurinn eftir þar sem hefur ekki fengið boð í bólusetningu. Ekki margir hjúkrunarfræðingar sem vinna fyrir heimilislausa einstaklinga,” segir Elísabet  Brynjarsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði sem sinnir vímuefnaneytendum á götunni í sérútbúnum sjúkrabíl.

“Hef ekki viljað segja neitt hingað til því mér finnst bólusetning mín skipta minna máli en heimilislausra einstaklinga sem hafa ekki enn fengið boð en þolinmæði er dyggð. Öll eigum við rétt en pólitíkin um forgangsröðun fokkar upp öllum gildum og tilfinningum.”

Auglýsing