EINAR Í KAFFIFÉLAGINU (60)

Kaffikóngurinn á Skólavörðustíg, Einar Guðjónsson í Kaffifélaginu, er afmælisbarn dagsins (60). Einar flytur inn og selur ítalskt kaffi frá Ottolina í Mílanó auk kaffivéla af öllum stærðum og ýmsum gerðum. Meðal fastagesta sem er hægt að ganga að sem vísum á Kaffifélaginu eldsnemma morguns má nefna Egil Helgason sjónvarpsstjörnu, Egil Ólafsson tónlistarmann, Hallgrím Helgason rithöfund, Helga Seljan fjölmiðlamann, Halldór Baldursson skopmyndateiknara, Jan Davidson klæðskera í Don Cano, Baldvin Jónsson tengdapabba Bjarna Ben og Mörtu í Smartlandi svo fáeinir séu nefndir.

Auglýsing