

“Þessi á nú eiginlega heima í hópnum fuglar með æti, en má ekki bara slá tvo fugla í einu höggi?” segir Auður Styrkársdóttir sem tók þessa flottu mynd síðastliðið haust.
Mávarnir í höfuðborginni sækja mikið í pylsuvagna og þá helst Bæjarins bestu í Tryggvagötu. Þar fylgjast þeir með viðskiptavinum og gera árásir, nákvæmlega tímasettar og ekki síst ef þeir sjá einhvern bara borða pylsuna og skilja brauðið eftir. Það er skotmark dagsins.