EIGNARÉTTUR ÞVÆLIST FYRIR RÁÐHERRA

  Steini pípari sendir póst eftir að hafa horft á þátt í Ríkissjónvarpinu um friðlýsingar á landi:

  “Eignaréttur þvælist fyrir umhverfisráðherra. Honum finnst ófært að þurfa að tala við hvern einstakling ef margir eiga eign saman. Í stað þess að almenna reglan er að það þurfi samþykki allra eiganda fyrir friðlýsingu þá vill hann að meirihlutinn ráði. Hann vísar til fjöleignahúsalaga í því samhengi.

  Margir falla fyrir þessu. Hann er jú ráðherra og hlýtur að hafa lögfræðina á hreinu. Það er hins vegar öðru nær.

  Munið þið þegar eigandi einnar íbúðar í fjölbýlishús gat komið í veg fyrir breytingu á notkun sameignar, þó allir hinir væru því sammála. Þannig er það. Meirihluti nægir við vissar venjulegar ákvarðanir. Til að aðrar nái fram að ganga þarf samþykki aukins meirihluta. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á notkun og réttindum þá gildir eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Það verða allir að samþykkja.

  Það er merkilegt með marga vinstri menn að þeir eru ekki hrifnir af verndun eignaréttar.”

  Auglýsing