EGILL STÚTAR RÚV

“Með fullri virðingu fyrir öllum sem standa að Söngvakeppninni hjá RUV, undir nafninu Eurovision, þá þykir mér ljóður á umgerðinni hér hjá okkur,” segir stórsöngvarinn Egill Ólafsson og heldur svo áfram á fullu blasti:

“Afhverju eru kynnar og aðrir milliliðir trakteraðir eins og stjörnur – þeirra er glæsilegur entransinn, í golfbíl með konfetti, en á móti eru hinar eiginlegu stjörnur kvöldsins meðhöndlaðar eins og einnota varningur. Þetta sést hvergi nema hérlendis, þar sem þáttastjórnendur eru færðir upp á stall á meðan efniviðurinn sjálfur; listamenn, viðmælendur o.s.frv. er hafður sem viðauki, utan á liggjandi óþarfi, þetta er fráleit framkoma.”

Auglýsing