Edrú borgari sendir póst:
–
Það á að hækka áfengisgjöld og sopinn verður dýrari en nokkru sinni fyrr. Meira að segja í Fríhöfninni í Keflavík.
Við þessu er aðeins eitt ráð, mótmæli sem bíta – hættum að drekka áfengi.
80% af verði áfengis er skattar og álagning. Enginn pínir okkur til að borga þá skatta, við gerum það sjálfviljug þegar við kaupum áfengi. Hvers vegna erum við að borga skatta sem við þurfum ekki að borga?
Það er aðeins eitt til ráða, hættum að drekka.
Nú reynir virkilega á samstöðu þjóðarinnar. Setjum tappann í flöskuna, finnum okkur eitthvað annað skemmtilegt að gera og vöknum hress á sunnudagsmorgnum.
Ímyndum okkur Bjarna Ben engjast af kvölum þegar hann sér þessa tekjulind þorna upp. Gott á hann. Edrúþjóðin – þetta verður eitthvað.