DÝRAVINUR Í STRÆTÓ

Bílstjórinn og gæsirnar.

Strætófarþegi sendir póst:

Það er gaman að vera góður við dýrin og það er líka slemmtilegt að vera strætóbílstjóri. Ingi V. Ingason sem af mörgum er talinn besti og skemmtilegasti strætóbílstjórnn hjá Kynnisferðum er sannarlega mikill dýravinur. Um daginn var gæsahópur á götunni og þær biðu eftir einni gæsinni sem var eitthvað dösuð. Ingi hljóp út úr vagninum, náði í gæsina,  bar hana yfir götuna og setti hana við hliðina á hinum gæsunum sem virtust vera mjög ánægðar. Kunnugir segja að þessar gæsir liggi alltaf fyrir utan veginn og þegar að þær sjá vagn 15 þá byrja þær allar að hoppa af fögnuði. Já, svona geta dýrin verðlaunað manninn.

Sjá tengda frétt.

Auglýsing