DÝRALÆKNIRINN SEM GELTI STJÓRNARANDSTÖÐUNA

  Ingimar með vinum sínum.

  “Ég rakst í dag á nokkra kunningja mína sem voru að ræða um kosningarnar og voru þeir mis-ánægðir með niðurstöðu þeirra,” segir Ingimar Sveinsson (93) fyrrum bóndi á Egilsstöðum, kennari á Hvanneyri, hestahvíslari og húmoristi – og heldur áfram:

  Ráðherrann og dýralæknirinn í sveitinni.

  “Einn var talsvert æstur og ósáttur og taldi m.a. ótækt að dýralæknir væri að vasast í pólítík, hvað þá að vera ráðherra, hann ætti frekar að halda sig við það sem hann hefði vit á og það fag sem hann hefði menntað sig til. Ég hafði lítið tekið þátt í þessum umræðum en gat nú ekki orða bundist og svaraði honum eitthvað á þessa leið:

  “Þetta er ekki rétt hjá þér, ef Sigurður Ingi væri ekki menntaður sem dýralæknir er ég ekki viss um að hann hefði getað gelt stjórnarandstöðuna eins rækilega og honum tókst í þessum kosningum.”

  Auglýsing