DYRABJÖLLUAT Á ÁSVALLAGÖTU

    Karitas Sumati Árnadóttir býr í Vestubænum og á ekki sjö dagana sæla vegna dyrabjölluats barna sem verið hefur alþekkt skemmtun ungmenna allt frá því að dyrabjallan leit fyrst dagsins ljós í því formi sem við þekkjum:

    “Ég bý á Ásvallagötunni og hef verið mikið heima vegna slæmrar meðgöngu og núna með ungabarn. Það virðist vera þannig að börnum í nágrenninu finnst voða fyndið að dingla á bjöllunni heima hjá fólki og hlaupa í burtu. Fyrst fannst mér þetta bara fyndið en svo fór þetta vera mjög þreytandi. Var farin að búast við þessu eftir kl. 14 flesta daga þegar skolinn kláraðist. Síðan hægðist á síðustu tvo mánuði en virðist vera byrjað aftur því flestir komnir heim eftir frí. Núna stendur mér ekki eins á sama en þetta er að bitna á svefni barnsins míns og almennt er þetta auðvitað bara mjög leiðinlegt.”

    Karitas hvetur foreldra í hverfinu að ræða við börn sín og gera þeim alvöru málsins ljósa. Erlendis hefur dyrabjölluat barna endaði fyrir dómstólum – sjá hér.

    Auglýsing