DULBÚIN SKATTAHÆKKUN Í SUNDHÖLL

    Hengilásarnir í Sundhöllinni - 1.500 króna aukakostnaður.

    Búið er að endurnýja skápa í almenningi í Sundhöll Reykjavíkur og breyta lásakerfi. Lyklar verið aflagðir og nú eiga gestir að koma með eigin hengilása!

    Það er af sem áður var í Sundhöllinni.

    Hægt er að kaupa lásana í afreiðslu hallarinnar, tvær tegundir, tölulása á 1.500 krónur og lyklalása á 1.000 krónur. Þeir sem eiga lása heima hjá sér geta komið með þá og notað. “En hver á hengilás heima hjá sér?” spurði forviða gestur.

    Þá er bara að muna að vera alltaf með lásinn í sundtöskunni með skýlunni, handklæðinu, rakgræjunum og kremum. Enn sem áður verða karlmenn þó að kaupa sig ofan í laugina, lásinn er bara viðbótarkostnaður. Ekkert hengilásasystem er í kvennaklefanum.

    “Hverjum datt þetta í hug,” spurði fastagestur til 50 ára og hristi blautan kollinn.

    Auglýsing