DULARFULLT MEÐ ÞOTU NICEAIR

    Fluga sendir póst:

    Sagt var að eigandi þotu Niceair hefði tekið hana til sín vegna þess að flugrekandinn HiFly hefði verið í vanskilum. Aftur á móti hefði Niceair staðið við allar sínar greiðslur.

    Eitthvað er dularfullt við þetta, því HiFly hefur verið að nota þotuna daglega í flugferðum í Mið-Evrópu. HiFly virðist því búið að fá þotuna aftur til brúks, en skilar henni ekki til vinnu hjá Niceair. Hvað veldur?

    Þotan virðist staðsett á Möltu og hefur undanfarna daga flogið þaðan til skiptis til Parísar, Napólí, Munchen, Mílanó, Nice og Rómar, yfirleitt tvær ferðir fram og til baka sama dag.

    Þann 16. apríl virðist vélin hafa losnað úr prísundinni á Írlandi, en þann dag flaug hún frá Knock á Írlandi og til Parísar og svo áfram til Möltu.

    Mjög dularfullt.
    Auglýsing