“Það er búið að vera pakkfullt hér frá því við opnuðum,” segir Róbert Ólafsson (kenndur við Forréttabarinn og áður humarstaðinn Fjöruborðið á Stokkseyri), einn eigenda Duck & Rose við Austurvöll sem áður var Café Paris.
Duck & Rose opnaði síðastliðinn föstudag og hefur verið þéttsetinn síðan á meðan önnur veitingahús í miðbæ Reykjavíkur berjast hálftóm og jafnvel galtóm í bökkum.
Staðurinn hefur verið endurhannaður á smekklegan og frumlegan hátt og rými skapað á miðgólfi með því að setja bekki meðfram öllum veggjum og gluggum. Þarna ætti að vera hægt að dansa.
Verðlagi er stillt mjög í hófi þrátt fyrir glæsilegan umbúnað og staðsetningu.