“Ég er í leit af reimleikasögum tengdum spítölum eða starfsemi heilbrigðis hérlendis. Ef þið vitið um einhverjar eða munið eftir góðu lesefni megið þið endilega senda mér skeyti,” segir Fjölnir Gíslason leikari, þáttagerðamaður í Draugavarpinu ofl.
Hulda Hrund Sigmundsdóttir: “Tékkaðu á Vífilsstöðum. Vann þar í nokkur ár og það var reimt þar. Mikið að ungu fólki lést þar úr berklum.”
Elín Ýr Arnar: “Berklaspitalinn síðar Kópavogshæli. Ýmsar reimleikasögur sem spruttu þar upp.”
Ingibjörg Ruth Gulin: “Það er einn spítali sem ég man ómögulega hvað heitir sem er á milli Suðurbæjarlaugar og Flensborgar í Hafnarfirði. Ekki spítali í dag vissulega en var það fyrir langa löngu. Sankti Jósefsspítali kannski?”