DRAUGABÍLL Á REYKJANESBRAUT

    Gamall en flottur.

    Þessi 38 ára gamli leigubíll krúsaði Reykjanesbrautina rétt áður en helstu leiðtogar Evrópuþjóða ásamt fylgdarliði fóru þar um – Toyota Cressida, svartur, fyrst skráður á götuna 1985 og enn með upprunalegt númer U134 en “U” var fyrir Suður-Múlasýslu á meðan sú sýsla var og hét:

    “Leigubílstjóri dauðans var að gönna brautina áðan,” segir Gunnar Már sem tók myndina að vonum undrandi á aldri leigubílsins og félagi hans, Björg Friðgeir, tók undir:

    “Þetta er draugabíll! Hvernig getur hann annars enn verið á götunni?”

    Auglýsing