DÓNI UNDIR STRÆTÓSTÝRI

Það er ekki nóg að vera fínn á tyllidögum.

Strætófarþegi sendir póst:

Það getur verið skrýtið að vera í strætó og heyra vagnstjóra tala við viðskiptavin. Þannig var  það um 5 leytið í gær á leið 4 við Fjölbrautaskólann í Breiðholti:

Dökkur maður kemur inn og setur pening í hólfið, 300 krónur en á að vera 490 og vagnstjórinn segir: “You are cheating you fucking man this is not 500.” Maðurinn segist ekki eiga annað en þetta og svo þúsundkall. Vagnstjórinn heldur áfram á sömu nótum: “You are cheating you fucking man.”

Viðskiptavinurinn segist ekki láta bjóða sér svona tal eftir að hafa boðist til að greiða mismuninn næst og yfirgefur vagninn sár og reiður. Svona talsmáta á ekki að líða, sérstaklega ekki hjá starfsmönnum sem keyrt hafa strætó í áratug eins og þessi dóni.

Auglýsing