“Ég er gjörsamlega miður mín yfir dónaskapnum sem ég varð vitni að á Gló í Fákafeni í dag. Maður, sem hljómaði bandarískur, drullaði yfir afgreiðslukonuna og endaði með því að segja m.a.: “Don’t fucking argue with me. Don’t be rude to your customers!” segir Birta Sæmundsdóttir spænskukennari frá Neskaupsstað og bætir við:
“Ég á erfitt með árekstra en rétt náði að kreista upp “Ugh! Maybe don’t be rude to her!” Ég held að hann hafi ekki einu sinni heyrt í mér Hann var ömurlegt eintak. En hversu erfitt er í alvöru að sýna afgreiðslufólki lágmarks kurteisi? Þetta gerir mig brjálaða.”