DÓNI GENGUR LAUS Í 101

  Borist hefur viðkvæmur póstur:

  Í miðri 101 Reykjavík, þar sem Frakkastígur og Grettisgata mætast, gengur dóni laus íbúum til ama og hrellingar.

  Hann laumast inn í garða hjá fólki á jarðhæðum og sýnir af sér dónalega tilburði fyrir framan gluggana, en bara ef hann sér einhvern heima. Og ef orðið er dimmt tekur hann með sér vasaljós svo enginn missi af neinu.

  Einn íbúanna greip til þess ráðs að setja spegilfilmu á stofugluggann sinn á jarðhæð svo dóninn sæi bara sjálfan sig og virtist það virka til að halda honum frá.

  Málið var kært til lögreglu fyrir sex mánuðum en íbúar hafa ekki orðið varir við neinar löggur í tengslum við þetta til þessa.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinTÖFF KVARTETT